miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Myndasíða

Jæja, ef þið lítið nú til hægri á síðunni munið þið sjá að ég er búin að setja upp myndasíðu...
Hilmar er byrjaður í skólanum og er í einhverri ferð núna að smíða fleka... þau koma svo aftur í kvöld og grilla hérna út í skóla og fá sér væntanlega einn eða tvo bjóra.
Kennslan byrjar ekki fyrr en í næstu viku, held ég, það er bara verið að sýna þeim skólann og skólabarinn þessa vikuna...
Annars var ég ekkert smá stolt af okkur í fyrradag, við fórum að stækka minnið í tölvunni og opnuðum líka bankareikninga og við komumst í gegnum það allt á dönskunni... :o)

See ya
Ólöf

föstudagur, ágúst 25, 2006

Madonna og Miðaldarfestival

Það er eitthvað verið að þrýsta á að maður fara að segja eitthvað hérna... ;o)

Það er loksins komið "smá" líf í litla bæinn okkar, ég held að það séu um 100-150 þús. aðkomufólk hérna þessa helgi. Madonna var með tónleika í gærkvöldi og það var ekki þverfótandi fyrir fólki og bjórtjöldum í bænum, ég kem kannski með myndir af því seinna, og ruslið sem fylgdi þessu var annað eins. Dósasafnarar höfðu ekki undan og hafa ábyggilega haft gott upp úr gærdeginum... Annars var þetta ekkert smá show hjá gömlu, við löbbuðum upp að tónleikasvæðinu á leiðinni heim í gærkveldi, við gátum séð sviðið og skjáina og manni kitlaði nú smá. Við erum mikið að pæla í að skella okkur á Stones eftir 2 vikur... :o) Í dag tekur svo við miðaldarfestival sem stendur yfir alla helgina þannig að það er bara allt í einu nóg að gera...
Ég held að þessi hægagangur sé smitandi... ég nenni ekki að skrifa meira í bili.
Ég lofa samt að koma með myndir frá festivalinu eftir helgi og þá kannski af Madonnu líka...
Myndavélin gleymdist bara heima í gær þannig að ég þarf að fá þær myndir annars staðar.

Hej hej
Ólöf

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Ótrúlegt!!!

Ég er að bilast á þessum hægagangi... Það tekur næstum því heila viku að fá dótið okkar sent frá Aarhus, samt er það ekki nema kannski hálftíma akstur!!!
Og við vorum að hringja út af sjónvarpinu og við áttum fá í dag... Það kemur ekki fyrr en 25.... 25. er eftir næstum því tvær vikur!!! Sendingin tafðist, kommon hvaðan kemur þessi sending eiginlega???

Ein pirruð!!!

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Fleiri myndir

Útsýnið út um herbergisgluggann, Vitus Bering
Ég við stofugluggann að skoða auglýsingar
Þarf þetta einhverjar útskýringar...
Baðherbergið umtalaða
 Posted by Picasa

Myndir frá DK

Hér eru nokkrar myndir af íbúðinni okkar... Þetta er nýja/notaða borðstofusettið okkar í stofunni...
Svalirnar okkar
Útsýnið út um stofuglugganum, út í garð.
"Rúmið" okkar/tilvonandi gestarúm... :o)
 Posted by Picasa

Að koma sér fyrir!!!

Jæja, þá erum við loksins komin með nettengingu. Maður er gjörsamlega fatlaður þegar maður kemst ekki inná netið .
Annars er þetta nú búið að vera meira ævintýrið... Þegar við komum hingað á þri. var búið að loka skrifstofunni og við þurftum að fá lykilinn hjá einhverjum húsverði, svo fengum við smá sjokk þegar hann opnaði fyrir okkur inn í íbúðina. Hún var gjörsamlega TÓM fyrir utan einn ísskáp... Sem betur fer hittum við nokkra íslendinga sem gátu lánað okkur vinsæng til að sofa á og við gátum skroppið í Jysk til að kaupa okkur sæng (við vorum bara með einn svefnpoka því að hinn fór oní kassa til að passa græjurnar okkar ;o) ) Baðherbergið er líka svo lítið að ég hugsa að það sé glæpur að kalla þetta herbergi, við gætum setið á klósettinu þegar við förum í sturtu... En þetta horfir allt á betri veg, við fórum í svona Genbrug verslun (búð með notað dót) og erum komin með borð og stóla og keyptum okkur líka sófa en hann kemur ekki fyrr en á fim. í næstu viku...
Í stuttu máli sagt þá erum við búin að kaupa okkur:
Borð og stóla sem er komið
Sófa sem kemur á fim. í næstu viku
Sjónvarp sem kemur á þri. í næstu viku
Rúm sem kemur á mán. í næstu viku
og við búumst ekki við að fá dótið okkar fyrr en eftir helgi heldur

Þannig að eldamennskan er mjög einföld, hún má ekki krefjast neinnar notkunar á áhöldum fyrir utan pott, ofnplötu og plasthnífs... Það er semsagt pizza núna annan daginn í röð

Stefnan er svo tekin á IKEA um helgina og leita af kommóðu og sjónvarpsbekk... og kannski lampa því að það er ekki gert ráð fyrir neinum loftljósum í íbúðinni nema í andyrinu og svefnherberginu...

Ég held að þetta sé komið nóg í bili...
Við heyrumst bara seinna, kveðja Palli....

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Jæks!!!!

Við flytjum á morgun.... Á MORGUN... og varla það því vélin fer í loftið eftir 7 tíma... EN spáin er fín, það á að vera yfir 20 stiga hiti á morgun í Köben og sól :o) það er komin tími til að safna smá tani...
Hilmar heldur ekki vatni fyrir spenning og vill koma því á framfæri að bjórinn er ódýr og óskar ykkur öllum í rassgat... ;o) (Hann er kominn í glas...)
Ég var víst búin að lofa ykkur mynd af nýjasta afsprenginu og hér sjáið þið litla krúttið :o)
En það er víst best að fara að koma sér í svefn... ef það er hægt :o)

Hilsen
Ólöf og Hilmar Posted by Picasa