þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Hvað verður um mýsnar???

Hvað þarf til að kjöt rotni ( þá á ég við rotni í súpu)??? Við vorum að horfa á Mythbusters í gær og þeir voru að athuga hvort það væri hægt að drepa sig í bíl vinar/óvinar síns og eyðileggja hann... Spurningin var semsagt: Er hægt að ná lyktinni sem kemur við rotnun úr bílnum og selja hann... Það endaði með því að þeir voru búnir að rífa allt innan úr bílnum en hann lyktaði samt ennþá en þeir náðu samt að selja hann í varahluti.
Í framhaldi af þessu fór ég að hugsa, hvað þarf til að kjöt rotni... Ef maður setur kjöt á eldhúsborðið hjá sér og lætur það vera þar myndi það þorna, ekki satt??? En ef maður hefur það í poka??? Ég hélt áfram að hugsa... ég hef séð rotnandi rolluhöfuð og þau voru sko ekki í poka... og í áframhaldi af þessari hugsun varð mér hugsað um mýsnar. Hvað verður um mýsnar??? Ég hef séð þurr músalík (þær rotna greinilega ekki í súpu) en aldrei séð músabein... Hvað gerist, hverfa þurru músalíkin bara allt í einu, bara púff???
Þannig að spurningin er: Hvað verður um mýsnar???
Getur einhver svarað mér því???

2 Comments:

At 09 nóvember, 2006 22:12, Anonymous Nafnlaus said...

to much spare time... en samt þrusu hugsun, hilsen úr næsta húsi

 
At 13 nóvember, 2006 15:53, Blogger Hulda R. Jónsdóttir said...

Það er örugglega einhver músatínslumaður ríkisins sem sér um þetta... :D

Alveg pottþétt...

 

Skrifa ummæli

<< Home