föstudagur, ágúst 25, 2006

Madonna og Miðaldarfestival

Það er eitthvað verið að þrýsta á að maður fara að segja eitthvað hérna... ;o)

Það er loksins komið "smá" líf í litla bæinn okkar, ég held að það séu um 100-150 þús. aðkomufólk hérna þessa helgi. Madonna var með tónleika í gærkvöldi og það var ekki þverfótandi fyrir fólki og bjórtjöldum í bænum, ég kem kannski með myndir af því seinna, og ruslið sem fylgdi þessu var annað eins. Dósasafnarar höfðu ekki undan og hafa ábyggilega haft gott upp úr gærdeginum... Annars var þetta ekkert smá show hjá gömlu, við löbbuðum upp að tónleikasvæðinu á leiðinni heim í gærkveldi, við gátum séð sviðið og skjáina og manni kitlaði nú smá. Við erum mikið að pæla í að skella okkur á Stones eftir 2 vikur... :o) Í dag tekur svo við miðaldarfestival sem stendur yfir alla helgina þannig að það er bara allt í einu nóg að gera...
Ég held að þessi hægagangur sé smitandi... ég nenni ekki að skrifa meira í bili.
Ég lofa samt að koma með myndir frá festivalinu eftir helgi og þá kannski af Madonnu líka...
Myndavélin gleymdist bara heima í gær þannig að ég þarf að fá þær myndir annars staðar.

Hej hej
Ólöf

2 Comments:

At 26 ágúst, 2006 02:05, Anonymous Nafnlaus said...

ohh það er bara stuð á ykkur :) og eruði ekki að standa ykkur rosavel í drykkjunni ;)

 
At 29 ágúst, 2006 16:10, Blogger Hulda R. Jónsdóttir said...

Held að hægagangur fylgi með útlandinu... Ég nenni ekki að skrifa neitt heldur... :P

 

Skrifa ummæli

<< Home