Að koma sér fyrir!!!
Jæja, þá erum við loksins komin með nettengingu. Maður er gjörsamlega fatlaður þegar maður kemst ekki inná netið
Annars er þetta nú búið að vera meira ævintýrið... Þegar við komum hingað á þri. var búið að loka skrifstofunni og við þurftum að fá lykilinn hjá einhverjum húsverði, svo fengum við smá sjokk þegar hann opnaði fyrir okkur inn í íbúðina. Hún var gjörsamlega TÓM fyrir utan einn ísskáp... Sem betur fer hittum við nokkra íslendinga sem gátu lánað okkur vinsæng til að sofa á og við gátum skroppið í Jysk til að kaupa okkur sæng (við vorum bara með einn svefnpoka því að hinn fór oní kassa til að passa græjurnar okkar ;o) ) Baðherbergið er líka svo lítið að ég hugsa að það sé glæpur að kalla þetta herbergi, við gætum setið á klósettinu þegar við förum í sturtu... En þetta horfir allt á betri veg, við fórum í svona Genbrug verslun (búð með notað dót) og erum komin með borð og stóla og keyptum okkur líka sófa en hann kemur ekki fyrr en á fim. í næstu viku...
Í stuttu máli sagt þá erum við búin að kaupa okkur:
Borð og stóla sem er komið
Sófa sem kemur á fim. í næstu viku
Sjónvarp sem kemur á þri. í næstu viku
Rúm sem kemur á mán. í næstu viku
og við búumst ekki við að fá dótið okkar fyrr en eftir helgi heldur
Þannig að eldamennskan er mjög einföld, hún má ekki krefjast neinnar notkunar á áhöldum fyrir utan pott, ofnplötu og plasthnífs... Það er semsagt pizza núna annan daginn í röð

Stefnan er svo tekin á IKEA um helgina og leita af kommóðu og sjónvarpsbekk... og kannski lampa því að það er ekki gert ráð fyrir neinum loftljósum í íbúðinni nema í andyrinu og svefnherberginu...
Ég held að þetta sé komið nóg í bili...
Við heyrumst bara seinna, kveðja Palli....

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home