föstudagur, ágúst 31, 2007

Prinsessan komin

Jæja þá er frumburðurinn kominn það er stór og myndarleg stúlka sem vóg 4260 gr og var 53 cm á lengd. Fæðingin var nógu löng og erfið, hríðarnar byrjuðu á mánudagsmorgninum daginn sem ég átti að byrja í skólanum og mesta lagi 15 min millibili. Fyrst fórum við uppá spítala kl 8.00 um morguninn og vorum send heim með verkjatöflur um 8.30. Fyrsti skóladagurinn hjá mér var með hlaupum á milli skólans og heim. Svo um 15:30 fórum við aftur uppá spítala og þá var Ólöf lögð inn og hríðarnar jókust jafnt og þétt fram á kvöld. Rétt fyrir 23.00 var okkur tilkynnt að útvíkkunin væri orðin 9 en kl. 23.00 voru vaktaskipti hjá ljósunum þá vorum við svo heppin að fá ljósmóðurinna okkar sem Ólöf var búinn að vera hjá í skoðunum en hún var með slæmar fréttir, hún sagði við okkur að útvíkkuninn væri kominn niður í 5-6 en samt nær 6, þá var Ólöf alveg búin á því líkamlega og bað um eitthvað verkjastillandi og fékk þá mænurótardeyfingu sem sló strax á hríðarnar og var tengd við allskonar tæki og tól. Þegar ljósmóðirinn kom aftur inn um 01:00, var útvíkkuninn að nálgast 7 en púlsinn hjá prinsessunni var kominn upp fyrir eðlileg mörk og var þá kallað á barnalækni sem mælti með því að fara í "bráðakeisara" í staðinn fyrir að bíða í minnsta kosti 4-5 tíma og óvíst hvernig það færi með prinsessuna. Með því að ákveða að fara í keisarann svona snemma þá gat Ólöf verið vakandi í keisaranum og Hilmar verið viðstaddur á meðan. Kl. 02:43 aðfaranótt þriðjudagsins heyrðist í skurðlækninum: "Her kommer et stort hoved" og stuttu seinna heyrðist "Et stort barn" og þá var prinsessan loksins komin í heiminn, hraust og flott eftir sólahrings erfiði.

P.S. Það eru komnar myndir inn á myndasíðuna...

Kveðja
Hilmar